Færsluflokkur: Lífstíll
16.12.2010 | 17:38
Nýtt upphaf!
Nú hef ég ákveðið að hefja nýtt upphaf.
Í ljósi þess hve afstaða mín til alls hefur breyst og í sumum tilfellum fallið til mun betri vegar hef ég ákveðið að hefja hér nýtt upphaf í bloggi.
Blogg hefur löngum verið talið umdeilt og að ekkert sé að marka það sem sé á því er, þetta sé allt hrein tímasóun og þess háttar. Sömu sögu er að segja af 'facebook'. Ég sé svo sem engan tilgang með því, en það er samt eitthvað við það sem heldur manni uppteknum í nokkrar mínútur á dag við að skoða það.
Að sjálfsögðu hef ég haldið minni braut í tónlistinni, að vísu hefur hún færst ansi mikið yfir á klassískari tóna á borð við titla eins og: Nessun Dorma, Caruso og Nella Fantasia. Talandi um klassíska tóna, þá er hann Jóhann Friðgeir tenórsöngvari alveg magnaður söngvari. Ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að það sem sést hefur frá honum á Frostrósum á liðnum árum sé ekki hans besta. Ég ætla þó ekki að segja eitthvað meira. Ég mæli með Klassísku Frostrósatónleikunum nú um helgina í Háskólabíói fyrir lengra komna eins og mig, þótt ég sé enn mjög ungur.
Nú ætla ég að færa mig aðeins yfir á persónulegri nótur.
Ég tel mig alveg afskaplega heppinn. Með hvað þá helst? Jú mig sjálfan! Ég get ekki sagt að mér líði illa. Ég hef það bara nokkuð gott miðað við aðstæður og gengur vel í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.
Hér rétt í lokin ætla ég að minnast á hann Friðrik Karlsson (tónlistarmann) sem var nýverið að senda frá sér plötuna 'Rólegt og Rómantískt'. Talandi um rómantík, það eru kannski margir sem misskilja þetta orð en 'rómantík' felst í því að láta tilfinningarnar njóta sín þar sem ekki er hugsað um afleiðingar þess sem gert er! Það má kannski segja að hér á árunum fyrir 'hrun' hafi verið í gangi einhverskonar rómantísk fjármála- og stjórnarstefna. En aftur að plötuni, hún er alveg hreint mögnuð og tekst honum Friðriki að túlka nótur þessara laga á allveg hreint magnaðan hátt!
-----
HFÁ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)